Franski listamaðurinn Jehanne Thibault heillaðist af Eskifirði á ferðum sínum um Ísland. Síðasta haust gaf hann út geisladiskinn „Eskifjörður“ sem hann segir óð til bæjarins.
„Ég kaus nafnið Eskifjörður því ferðalag mitt um Ísland hafði mikil áhrif á mig, sérstaklega styttan í miðbænum til minningar um drukknaða sjómenn,“ segir Jehanne í samtali við Austurgluggann.
Tónlistin er reyndar ekki aðalvið- fangsefni hans heldur vídeólist. Að loknu listanámi í borginni Caen árið 2012 notaði hann tækifærið til að ferðast um Ísland og taka upp mynd og hljóð. Honum bauðst síðan að gera verk fyrir Les Boréales hátíðina þar ári síðar en þar var Ísland í aðalhlutverki. „Mér gafst færi á að koma til landsins í þrjár vikur í september 2013 til að ljúka við verkið mitt til að hægt væri að senda það út í Frakklandi.
“ Það var síðan í nóvember síðastliðnum sem franska útgáfufyrirtækið Kaon gaf út geisladiskinn en honum hefur verið dreift víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Japan.
Jehanne segist ekki hafa tekið mikið upp á Eskifirði en stutt dvöl þar hafi haft mikil áhrif. „Ég var þarna í nokkrar nætur í tjaldi á tjaldstæðinu og þar hjá er lítil á. Ég man eftir að Plötuumslagið sýnir söguramma vídeóverksins „Eskifjörður.“hafa vaknað upp á næturnar og fundist ég heyra þungan umferðarnið. Það tók mig nokkur andartök að átta mig á að þetta var áin!
Mig dreymdi líka marga furðulega drauma þessar þrjár nætur. Mér fannst eitthvað undarlegt við Eskifjörð. Bærinn var eins og Twin Peaks – nema án trjánna!“
Austurfrétt, Gunnar Gunnarsson, 2015